Breytingar í forystu Sjálfstæðisflokksins á landsfundi í Laugardalshöll: Frjálslyndið í fyrirrúmi

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari, Ólöf Nordal varaformaður og Bjarni Benediktsson, …
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari, Ólöf Nordal varaformaður og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, við lok landsfundar. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég deili öll­um viðhorf­um sem snúa að frelsi ein­stak­lings­ins. Ég gladd­ist mjög mikið yfir því hvernig slík viðhorf fengu gott svig­rúm á fund­in­um,“ sagði Ólöf Nor­dal að lokn­um lands­fundi Sjálf­stæðis­flokks­ins, þar sem hún var kjör­inn vara­formaður flokks­ins.

Nokkra at­hygli vakti hve mörg mála ungra sjálf­stæðismanna fengu hljóm­grunn á fund­in­um og kvað við frjáls­lynd­ari tón í álykt­un­um flokks­ins en oft áður. Þannig var t.a.m. ályktað um að leyfa ætti staðgöngu­mæðrun og líkn­ar­dráp, auk þess um af­glæpa­væðingu þess að bera á sér fíkni­efni til neyslu. Mark­ast það af því að líta skuli á fíkn sem heilsu­far­svanda en ekki eitt­hvað sem taka eigi á í dóms­kerf­inu.

Þá vakti at­hygli álykt­un um að kanna ætti mögu­leika þess að taka upp ann­an gjald­miðil í stað krónu. Þá var ályktað um að lækka ætti skatta og ein­falda skatt­kerfið, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um lands­fund­inn í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert