Salek fundar á morgun

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Reynt hefur verið að þoka áfram viðræðum Salek-hópsins um viðbrögð við bráðavanda vegna ólíkra launahækkana hópa á vinnumarkaði og bætt vinnubrögð við gerð kjarasamninga eftir að upp úr viðræðunum slitnaði fyrr í þessum mánuði.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, staðfestir þetta í samtali við mbl.is, en aðilar hafa með óformlegum hætti átt í viðræðum um að taka upp þráðinn á nýjan leik.

„Við höfum setið á rökstólum og reynt að þoka þessu áfram. Það verður haldinn formlegur fundur á morgun og munum við væntanlega tjá okkur í framhaldi af því,“ segir Gylfi, en það var meðal annars ágreiningur um lífeyrismál sem varð þess valdandi að upp úr viðræðunum slitnaði á sínum tíma. „Þetta er búið að vera mjög flókið verkefni og er það enn,“ segir hann.

Að Salek-hópnum standa fulltrúar frá helstu viðsemjendum á almennum og opinberum vinnumarkaði. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert