Brotist inn á vef Útvarps Sögu

Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.

Svo virðist sem brot­ist hafi verið inn á síðu Útvarps Sögu í gær­kvöldi og tölvuþrjót­ar sett þar inn skoðana­könn­un þar sem spurt er hvort Arnþrúður Karls­dótt­ir út­varps­stjóri sé fylli­bytta eður ei.

Arnþrúður hef­ur sett inn færslu á Face­book þar sem hún seg­ir að um inn­brot á heimasíðu Útvarps Sögu og face­book sé að ræða og skoðana­könn­un­in sé ekki á ábyrgð stöðvar­inn­ar.

„HJÁLP, HJÁLP----Ágætu vin­ir, það hef­ur verið brot­ist inn á heimasíðu Útvarp Sögu og búið að rústa öllu. Sömu­leiðis búið að rústa face­book-síðunni. Skoðana­könn­un sem nú hef­ur verið sett inn er ekki frá Útvarpi Sögu. Það eru ein­hverj­ir mann­hat­ar­ar hér á ferð og senni­lega ras­ist­ar líka, þegar vel er að gáð. Svo merki­lega vill til að vis­ir.is setti þetta inn sem frétt kl. 23.00 í kvöld á sama tíma og Face­book-síðan okk­ar var eyðilögð. Farið endi­lega inn á at­huga­semda­kerfið hjá þeim og spyrjið um heim­ild­ar­menn........Kv. Arnþrúður,“ skrif­ar Arnþrúður í op­inni Face­book-færslu.
Skjáskot af opinni færslu Arnþrúðar Karlsdóttur
Skjá­skot af op­inni færslu Arnþrúðar Karls­dótt­ur
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka