Fyrstu íbúarnir gætu komið 2017

Þorvaldur Gissurarson, eigandi ÞG verktaka, og Brynjar Harðarson, stjórnarformaður Valsmanna …
Þorvaldur Gissurarson, eigandi ÞG verktaka, og Brynjar Harðarson, stjórnarformaður Valsmanna hf. við fyrstu skóflustunguna í morgun. mbl.is/Styrmir Kári

Fyrsta skóflustunga vegna fyrsta áfanga nýrrar byggðar á Hlíðarendasvæðinu var tekin klukkan níu í morgun. Valsmenn hf. sömdu við ÞG verk um fyrsta áfanga byggðarinnar.

Rætt var við Þorvald Gissurarson, forstjóra ÞG Verks, í Morgunblaðinu í dag og sagði hann kostnaðinn við að byggja 136 íbúðir á Hlíðarendasvæðinu vera milli 4,5 og 5 milljarðar króna. Það samsvarar tæplega 37 milljónum á íbúð.

Þorvaldur áætlar að þessi hluti uppbyggingarinnar taki 2 ár og að fyrstu íbúarnir geti farið að koma sér fyrir í hverfinu haustið 2017. Hann segir það undir Valsmönnum komið hvenær næstu áfangar koma til framkvæmda, en fullbyggt verður hverfið með um 600 íbúðum.

Mikil umsvif hjá Valsmönnum

Valsmenn hafa mörg járn í eldinum. Meistaraflokkur Vals í knattspyrnu lék fyrsta leikinn á nýju gervigrasi í lokaumferð Pepsideildar í októberbyrjun.

Byggingarfulltrúi í Reykjavík hafði þá nýsamþykkt umsókn Knattspyrnufélagsins Vals um að reisa fjögur möstur með flóðlýsingu við knattspyrnuvöll Vals, en synjað umsókn um leyfi til að reka veitingasölu fyrir 360 gesti í félagsheimili Vals.

Þá fóru fulltrúar Valsmanna í kynnisferð til Evrópu í sumar vegna undirbúnings að nýju knatthúsi. Rúm sjó ár eru liðin síðan Valsmenn tóku í notkun nýja stúku við aðalvöll félagsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert