„Mér fannst þessi siður vera orðinn úreltur, enda er þetta samfélag gjörbreytt frá því sem var. Í bæinn hefur flutt fólk sem veit kannski engin deili á hinum látna og túristar voru hissa. Töldu kannski að þjóðhöfðingi væri látinn.“
Þetta segir Hjálmar Bogi Hafliðason, bæjarfulltrúi í Norðurþingi, í Morgunblaðinu í dag. Bæjarstjórnin þar samþykkti í síðustu viku tillögu Hjálmars Boga að hætt yrði að flagga íslenska fánanum við stjórnsýsluhúsið í Húsavík í hálfa stöng við andlát í bæjarfélaginu. Slíkt hefur tíðkast í áraraðir.
Hefur reglan náð til fólks með heimilisfesti í bænum, einstaklinga sem legið hafa á sjúkrahúsinu í bænum og þeirra sem búið hafa fyrr á tíð í kaupstaðnum en eru fluttir á brott.