Skóflustunga verður tekin klukkan 9.00 í dag að fyrsta áfanga nýrrar byggðar í Vatnsmýrinni. Valsmenn hf. sömdu við ÞG verk um fyrsta áfanga byggðarinnar.
Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verks, segir kostnaðinn við að byggja 136 íbúðir á Hlíðarendasvæðinu vera milli 4,5 og 5 milljarðar króna. Það samsvarar tæplega 37 milljónum á íbúð.
Þorvaldur áætlar að þessi hluti uppbyggingarinnar taki 2 ár og að fyrstu íbúarnir geti farið að koma sér fyrir í hverfinu haustið 2017. Hann segir það undir Valsmönnum komið hvenær næstu áfangar koma til framkvæmda, en fullbyggt verður hverfið með um 600 íbúðum.