Telur koma til greina að bændur fái heimild til að verja akra sína með veiðum á álft

Bændur vilja geta varið kornakra sína og tún.
Bændur vilja geta varið kornakra sína og tún. mbl.is/Helgi Bjarnason

Framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands telur að það komi til álita að breyta reglum og heimila bændum að verja akra sína með veiðum á álft.

Segir Sigurður Eyþórsson að það komi einkum til álita að heimila takmarkaðar veiðar á geldfugli á sumrin, eftir að pörin eru farin á óðul sín til að verpa og koma upp ungum.

Álftin hefur verið alfriðuð í rúma öld og gerir Sigurður sér grein fyrir því að það geti verið viðkvæmt mál að aflétta þeirri friðun. „Þetta er mikið tjón. Menn verða að spyrja sig: Er sanngjarnt að bændur beri það einir, án þess að geta varið sig?“ segir Sigurður í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert