Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands afhenti nýlega viðurkenningar fyrir „lofsvert lagnaverk 2014“ fyrir hönd Lagnafélags Íslands. Verðlaunin voru veitt hönnuðum og iðnaðarmönnum nýrrar slökkvistöðvar í Mosfellsbæ fyrir vel heppnaða lagnahönnun á stöðinni.
Afhending viðurkenninga fór fram í slökkvistöðinni að viðstöddu fjölmenni, en Ólafur Ragnar er verndari hátíðarinnar.