Yfirgnæfandi stuðningur við félagslegt kerfi

Rúnar sagði að styrkja þyrfti opinbera heilbrigðiskerfið á Íslandi á …
Rúnar sagði að styrkja þyrfti opinbera heilbrigðiskerfið á Íslandi á næstu árum. mbl.is/Eggert

Íslenska heil­brigðis­kerfið hef­ur fjar­lægst nokkuð fé­lags­legt eðli sitt með einka­væðingu vissra þátta und­an­far­in ár þrátt fyr­ir að yf­ir­gnæf­andi meiri­hluti lands­manna styðji fé­lags­legt heil­brigðis­kerfi á Íslandi. Þetta kom fram í máli Rún­ars Vil­hjálms­son­ar, pró­fess­ors, á þingi BSRB í morg­un.

Í er­indi sínu um aðgengi, kostnað og viðhorf til hlut­verks hins op­in­bera í heil­brigðisþjón­ustu kynnti Rún­ar, sem er pró­fess­or í fé­lags­fræði við hjúkr­un­ar­fræðideild Há­skóla Íslands, meðal ann­ars niður­stöður könn­un­ar sem Fé­lags­vís­inda­stofn­un Há­skóla Íslands gerði á af­stöðu fólks til rekstr­ar­fyr­ir­komu­lags heil­brigðis­kerf­is­ins.

Hún leiddi í ljós að yf­ir­gnæf­andi meiri­hluti lands­manna vill að hið op­in­bera rekið al­farið stóru rekstr­arein­ing­arn­ar í heil­brigðis­kerf­inu eins og spít­al­ana og heilsu­gæsl­una. Þá vilji marg­ir að aðrar stofn­an­ir og þjón­ustu eins og hjúkr­un­ar­heim­ili og tann­lækn­ing­ar barna séu rekn­ar af op­in­ber­um aðilum. Þessi al­menni stuðning­ur við fé­lags­legt heil­brigðis­kerfi hafi ívið auk­ist ef eitt­hvað er und­an­far­in ár.

Þrátt fyr­ir þetta hafi einka­væðing átt sér stað í kerf­inu hvað varðar rekst­ur einkaaðila á ákveðnum hluta þjón­ust­unn­ar og auk­inni einka­fjár­mögn­un­um á kostnaði við þjón­ust­una.

Stærri hluti tekna fer í heil­brigðisþjón­ustu

Þá ræddi Rún­ar um kostnaðinn sem al­menn­ing­ur ber af því að nýta sér heil­brigðisþjón­ust­una. Þó að krónu­tala kostnaðarþátt­tök­unn­ar hafi lækkað frá hruni þá hafi hlut­fall út­gjalda heim­ila vegna heil­brigðisþjón­ustu hækkað vegna sam­drátt­ar í tekj­um þeirra.

Benti hann á mest þyrfti þeir að greiða sem þyrftu að leita til göngu- eða bráðadeilda sjúkra­húsa. Sjúk­ling­ar þyrftu að greiða fyr­ir þjón­ustu á göngu­deild sem þeir þyrftu ekki að gera við inn­lögn. Þannig hefði sú ráðstöf­un spít­ala að veita þjón­ustu sína helst í gegn­um göngu­deild­ir haft þau áhrif að hækka kostnað sjúk­linga án þess að það hafi verið hluti af op­in­berri stefnu­mörk­un fyr­ir fram.

Auk­inn kostnaður þýddi að sum­ir veldu að fresta því að leita sér aðstoðar. Hlut­fall þeirra sem frestuðu heil­brigðisþjón­ustu hafi staðið í stað und­an­far­in ár sam­kvæmt könn­un­um en rúm­lega fimmt­ung­ur aðspurðra höfðu gert það á und­an­förn­um sex mánuðum.

Ástæður fyr­ir frest­un breyst frá hruni

Eft­ir því sem heil­brigðisút­gjöld væru hærra hlut­fall af tekj­um heim­ila því al­geng­ara væri að fólk frestaði þjón­ust­unni. Af þeim sem eyddu 4% eða meira af tekj­um sín­um í heil­brigðisþjón­ustu hafði um þriðjung­ur frestað þess að leita sér aðstoðar. Rúm­ur helm­ing­ur þeirra sem því frestuðu upp­lifðu óbreytt vanda­mál viku síðar.

Ástæður þess að fólk frestaði því að leita sér aðstoðar hafa hins veg­ar breyst. Árið 2006, á há­tindi góðær­is­ins, hafi flest­ir nefnt það að þeir væru of upp­tekn­ir til að leita sér heil­brigðisþjón­ustu af þeim sem höfðu frestað því. 

Kostnaður­inn við þjón­ust­una sé hins veg­ar vax­andi ástæða. Árið 2006 hafi um 30% nefnt það sem ástæðu en nú er það hlut­fall komið upp í 40%. Þá veki at­hygli að rúm­ur fimmt­ung­ur sagðist hafa frestað því að leita sér aðstoðar þar sem þeir hafi ekki vitað hvert ætti að leita.

Styrki op­in­bera kerfið á næstu árum

Rún­ar sagði að of langt hefði verið gengið í kostnaðarþátt­töku sjúk­linga. Þeir hóp­ar sem frestuðu því að leita sér aðstoðar væru þeir sem síst mættu við því. Kostnaður­inn legðist þyngst á lág­tekju­fólk, lang­veika, ör­yrkja og náms­menn. Öryrkj­ar væru með lang­hæstu út­gjalda­byrðina, 9,4% af ráðstöf­un­ar­tekj­um sín­um.

Niður­stöður rann­sókn­anna sem hann hafi vísað í bentu til þess að styrkja bæri op­in­bera heil­brigðis­kerfið á Íslandi á næstu árum og efla al­manna­trygg­inga­kerfið til þess að lækka lyfja­kostnað og komu­gjöld. Hægt væri að efla heilsu­gæsl­una, bæta aðbúnað sjúk­linga og starfs­manna, auka ná­lægð þjón­ust­unn­ar, t.d. með  vinnustaðaþjón­ustu, heilsu­gæslu í fram­halds­skól­um og sér­fræðinga­heim­sókn­um á heilsu­gæslu­stöðvar.

Frétt­ir mbl.is:

Á leið af braut til sam­hjálp­ar

Bjarni saknaði sam­hljóms­ins

Rúnar Vilhjálmsson prófessor.
Rún­ar Vil­hjálms­son pró­fess­or. mbl.is/Á​sdís
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert