Breski fáninn sneri öfugt

Ljósmynd/Breska forsætisráðuneytið

Breski fáninn sneri ekki rétt í kringlu Alþingishússins þegar David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, ritaði þar nafn sitt í gestabók þingsins í gær. Fáninn, sem kallast Union Jack á ensku, sneri þannig öfugt á lítilli fánastöng á borðinu sem Cameron notaði til þess að skrá nafn sitt.

„Mér þykir þetta auðvitað mjög leitt. Þetta eru auðvitað eins og hver önnur mistök sem menn áttuðu sig ekki á. Sjálfur verð ég bara að játa að ég veitti ekki fánastöngunum þannig athygli að ég tæki eftir þessu og ég vona að okkur fyrirgefist að hafa gert þessi mistök. En þannig er nú bara lífið, manni verður á og þannig var það í þessu tilviki líka. Vitaskuld viljum sýna fulltrúum þjóða sem til okkar koma fulla virðingu meðal annars með því að standa vel að málum sem snertir þjóðfána þessara ríkja. En það tók enginn eftir þessu mér vitanlega og ekki heldur á meðan á athöfninni stóð,“ segir Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, í samtali við mbl.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert