Ríkissjóður fær 500 milljarða

Samsett mynd/Eggert

Slita­bú föllnu bank­anna munu af­henda rík­inu um 500 millj­arða eign­ir í tengsl­um við samþykkt nauðasamn­inga þeirra. Dóm­stól­ar fá frest fram til 15. mars til að staðfesta samn­ing­ana.

Þær eign­ir sem búin munu láta af hendi geta hækkað í verði og því gæti hið raun­veru­lega fram­lag, að mati stjórn­valda, endað í allt að 600 millj­örðum. Ein veiga­mesta eign­in sem um ræðir í þessu til­liti er 95% hluta­fjár í Íslands­banka, sem að öllu óbreyttu verða af­hent rík­inu á næsta ári.

Stöðug­leikafram­lag bú­anna mun þó ekki ein­skorðast við hið beina fram­lag. Þau munu einnig fara í lang­tíma­fjár­fest­ing­ar í ís­lensku banka­kerfi og nema þær tæp­um 240 millj­örðum. Þá munu búin end­ur­greiða 69 millj­arða lán sem veitt voru í tengsl­um við stofn­un og fjár­mögn­un hinna end­ur­reistu fjár­mála­stofn­ana, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu og ViðskiptaMogg­an­um í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert