Kjördæmaþing Framsóknarfélaganna í Reykjavík hafa sent frá sér ályktanir um nokkur brýn úrlausnarefni, en félögin segja ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, geta verið „stolt af mörgum stórmálum á stuttum tíma.“
Kjördæmaþing Framsóknarfélaganna í Reykjavík tekur undir áskorun Samtakanna um betri spítala á betri stað um að stjórnvöld láti vinna nýtt staðarval fyrir Landspítalann með opnum og faglegum hætti. Flest bendir til þess að nýr Landsspítali á besta stað geti hafið starfsemi fyrr, verið ódýrari og mætt þörfum sjúklinga og starfsfólks mun betur en ef byggt yrði við núverandi húsnæði Landspítalans í Þingholtunum.
Kemur þetta fram í tilkynningu Framsóknarfélaganna í Reykjavík.
Kjördæmaþingið vill undirstrika mikilvægi þess að óheimilt verði að veita neytendum verðtryggð lán og að skapaðir verði hvatar sem flýta fyrir umbreytingu verðtryggðra lána yfir í óverðtryggð lán.
Bankakerfið þarf að þjóna samfélaginu. Draga þarf úr áhættu í bankastarfsemi og efla samkeppni viðskiptavinum þeirra til hagsbóta. En aðskilja þarf viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi bankanna, gera Landsbankann að samfélagsbanka í eigu ríkisins og að veita Seðlabanka Íslands einum leyfi til að búa til peninga.
Kjördæmaþingið skorar á Orkuveitu Reykjavíkur að lækka verð á þjónustu sinni til borgarbúa en verðin hækkuðu mjög skart á árunum 2010-2011. Afkoma og efnahagur Orkuveitunnar hefur nú stórbatnað og því eðlilegt að borgabúar fái að njóta þess með lækkandi gjaldskrá.
Þá er þess einnig krafist að flugvöllur verði áfram í Vatnsmýri í óbreyttri mynd og lögð áhersla á að Sundabraut komist á samgönguáætlun