Skuldastaða heimila fer hratt batnandi

Skuld­ir ís­lenskra heim­ila, sem hlut­fall af ráðstöf­un­ar­tekj­um, eru lægri en í Nor­egi, Dan­mörku og Hollandi. Íslensk heim­ili eru kom­in ná­lægt þeirri stöðu sem sænsk heim­ili búa við í þess­um efn­um.

Hin hag­fellda staða vek­ur at­hygli, meðal ann­ars vegna þess að íbúðar­eign er al­menn­ari hér en geng­ur og ger­ist í ná­granna­lönd­un­um.

Í nýrri skýrslu Íslands­banka um hús­næðismarkaðinn kem­ur fram að skuld­ir heim­il­anna hafi um mitt árið verið komn­ar niður í sem svar­ar 88% af lands­fram­leiðslu og höfðu því lækkað um 12 pró­sentu­stig frá sama tíma í fyrra. Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir for­stöðumaður grein­ing­ar­deild­ar Íslands­banka skulda­stöðu heim­il­anna komna í gott horf og gefa til­efni til að ætla að þau hafi meira svig­rúm til fjár­fest­inga og meiri neyslu en verið hef­ur.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert