Gegn undirboðum á vinnumarkaði

Halldór segir að það sé ekki síst í byggingargeiranum og …
Halldór segir að það sé ekki síst í byggingargeiranum og ferðaþjónustu sem brotið er á starfsfólki með félagslegum undirboðum.

Formannafundur Alþýðusambands Íslands hefur ákveðið að ráðast í herferð gegn félagslegum undirboðum á vinnumarkaði og svartri atvinnustarfsemi.

Herferðin verður í samvinnu ASÍ við Samtök atvinnulífsins, Vinnumálastofnun, Ríkisskattstjóra og lögregluna.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Halldór Grönvold, skrifstofustjóri ASÍ, að félagsleg undirboð og svört atvinnustarfsemi séu gjarnan tvær hliðar á sama peningi. Þeir sem verði fyrir brotum séu oftast erlent starfsfólk, einkum frá gömlu Austur-Evrópu, og ungir Íslendingar sem gjarnan séu að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðinum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert