MA vann Boxið

Lið MA sem fór með sigur af hólmi í keppninni
Lið MA sem fór með sigur af hólmi í keppninni Ljósmynd Guðrún Halldórsdóttir

Lið Menntaskólans á Akureyri fór með sigur af hólmi í Boxinu, framkvæmdakeppni framhaldsskólanna sem haldin var í Háskólanum í Reykjavík í dag.

Metþátttaka var í Boxinu í ár en alls tóku 29 lið frá 17 skólum þátt í forkeppni sem haldin var fyrr í mánuðinum. Átta lið komust áfram í aðalkeppnina. Þau eru frá: Fjölbrautaskóla Suðurlands, Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Flensborgarskóla, Menntaskólanum á Akureyri, Menntaskólanum í Kópavogi, Menntaskólanum í Reykjavík, Menntaskólanum við Hamrahlíð og Menntaskólanum við Sund.

Í úrslitunum fóru fimm manna lið frá hverjum skóla í gegnum fjölbreytta þrautabraut sem reyndi á bæði á hugvit og verklag. Liðin fóru á milli stöðva og fengu hálftíma til að leysa hverja þraut.

 Þetta er í fimmta sinn sem Boxið er haldið. Að keppninni standa Samtök iðnaðarins, Háskólinn í Reykjavík og Samband íslenskra framhaldsskólanema. Markmið með Boxinu er að kynna og vekja áhuga nemenda í framhaldsskólum á verk- og tækninámi og fjölbreyttum störfum í iðnaði. Það var Menntaskólinn Reykjavík sem sigraði í Boxinu í fyrra.

Boxið framkvæmdakepppni framhaldsskólanna
Boxið framkvæmdakepppni framhaldsskólanna mbl.is/Eggert Jóhannesson
Boxið framkvæmdakepppni framhaldsskólanna
Boxið framkvæmdakepppni framhaldsskólanna mbl.is/Eggert Jóhannesson
Boxið framkvæmdakepppni framhaldsskólanna
Boxið framkvæmdakepppni framhaldsskólanna mbl.is/Eggert Jóhannesson
Boxið framkvæmdakepppni framhaldsskólanna
Boxið framkvæmdakepppni framhaldsskólanna Eggert Jóhannesson
Boxið framkvæmdakepppni framhaldsskólanna
Boxið framkvæmdakepppni framhaldsskólanna Eggert Jóhannesson
Boxið framkvæmdakepppni framhaldsskólanna
Boxið framkvæmdakepppni framhaldsskólanna Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert