Skilur vel að fólki svíði

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala.
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala.

Páll Matth­ías­son, for­stjóri Land­spít­al­ans, seg­ist skilja það vel að fólki svíði sem ekki fær greitt að fullu fyr­ir vinnu sem þeir unnu á meðan verk­falli stóð. Hann styður ein­dregið ósk­ir starfs­manna um leiðrétt­ingu á því. Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í for­stjórap­istli Páls í gær. Þar kem­ur einnig fram að þúsund­ir bíða á biðlist­um eft­ir aðgerðum að loknu hörm­un­ar­ári fyr­ir sjúk­linga og starfs­fólk Land­spít­ala.

Get­um ekki lagt okk­ur fram

„Þær góðu frétt­ir bár­ust í vik­unni að samn­ing­ar hefðu tek­ist á milli SFR og Sjúkra­liðafé­lags Íslands ann­ars veg­ar og samn­inga­nefnd­ar rík­is­ins hins veg­ar. Það er sann­ar­lega létt­ir að sátt hafi náðst í þeirri erfiðu kjara­deilu, nærri því upp á dag ári eft­ir að Lækna­fé­lag Íslands og Skurðlækna­fé­lag Íslands hófu verk­fallsaðgerðir sín­ar en það var 27. októ­ber 2014. 

Þó að verk­föll­um og upp­sögn­um sé þá von­andi lokið á þessu sann­kallaða hörm­ung­ar­ári fyr­ir sjúk­linga og starfs­fólk Land­spít­ala þá fer því fjarri að öll kurl séu kom­in til graf­ar. Samn­ing­ur rík­is­ins og Lækna- og Skurðlækna­fé­lags Íslands lagði stofn­un­um rík­ar skyld­ur á herðar að út­færa breyt­ing­ar á vakta­kerfi lækna. Það var tíma­bært en hraðinn við fram­kvæmd­ina réðst að miklu leyti af því fjár­magni sem sett er í samn­ing­ana. Land­spít­ali er á milli steins og sleggju; ekki aðili að mál­inu frek­ar en aðrar stofn­an­ir en þarf að út­færa lausn­ina með hliðsjón af samn­ing­un­um, því fjár­magni sem til þeirra er varið - og eins og ætíð með ör­yggi sjúk­linga að leiðarljósi. 

Annað dæmi um erfitt mál er sú staðreynd að ein­stak­ling­ar í verk­falli fengu í mörg­um til­fell­um ekki greitt að fullu fyr­ir þá vinnu sem þeir sann­ar­lega unnu. Þetta á einkum við um vinnu sem unn­in var utan verk­falls­tíma fólks sem var í hluta­verk­falli. Mér finnst skilj­an­legt að fólki svíði slíkt og styð ein­dregið ósk­ir starf­manna um leiðrétt­ingu á því. Hins veg­ar hef­ur fé­lags­dóm­ur úr­sk­urðað í slíku máli sem Ljós­mæðrafé­lags Íslands höfðaði gegn rík­inu. Land­spít­ali hef­ur ekki heim­ild til að leysa mál­in upp á eig­in spýt­ur og ganga gegn þeim dómi en mun beita sér fyr­ir því að ásætt­an­leg lausn finn­ist. Á meðan þá verð ég að biðla til fólks að virða dóm­stóla og ganga í verk­in af þeirri um­hyggju sem ein­kenn­ir starf­semi spít­al­ans.  

Að af­stöðnum verk­föll­um eru ærin verk­efni. Þannig bíða þúsund­ir aðgerða á biðlist­um, það tek­ur tíma að ná sátt í starfs­manna­hópn­um á ný og ná full­um af­köst­um. Sem aldrei fyrr þurf­um við að standa sam­an og berj­ast fyr­ir ör­yggi sjúk­linga og gæðum þjón­ust­unn­ar,“ skrif­ar Páll.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert