Lögreglan á Suðurnesjum bjargar uglu úr gaddavír

Lögreglunni er ekkert óviðkomandi þegar kemur að aðstoð við íbúa …
Lögreglunni er ekkert óviðkomandi þegar kemur að aðstoð við íbúa eða dýr. Mynd/Lögreglustjórinn á Suðurnesjum

Lögreglan á Suðurnesjum fékk ábendingu frá íbúum bæjarins sem voru að viðra hundinn sinn um að ugla væri föst í girðingu. Uglan fannst nálægt Bergi við Helguvíkurveg. Var uglan losuð úr girðingunni þar sem hún var föst í gaddavír, en í ljós kom að hún var mikið særð á væng. Uglunni var komið til sérstakrar „dýralöggu“ stöðvarinnar sem kom henni undir hendur dýralæknis í Reykjavík.

Fréttin var uppfærð 16.30 með nokkrum frekari upplýsingum.

Fólk sem var að viðra hundana sína í Reykjanesbæ nú fyrir stundu gekk fram á Uglu sem var föst í girðingu og er hún...

Posted by Lögreglustjórinn á Suðurnesjum on Sunday, 1 November 2015
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert