Enginn aukakostnaður er fyrir Landspítalann að ráða erlenda geislafræðinga til starfa á spítalanum.
Þeir sem koma hingað til lands munu hafa aðgang að herbergjum sem spítalinn á þangað til þeir finna sér sína eigin íbúð.
„Þetta eru geislafræðingar sem koma inn á sömu kjörum og aðrir,“ segir Óskar Sesar Reykdalsson, framkvæmdastjóri rannsóknarsviðs á Landspítalanum, í umfjöllun um mál þetta íMorgunblaðinu í dag. „Við reynum að aðstoða þessa einstaklinga við leit að húsnæði sem spítalinn á en sumir finna sér húsnæði strax.“