Jarðskjálfti við Húsavík

mbl.is/Sigurður Bogi

Laust fyrir miðnætti, klukkan 23:51, mældist jarðskjálfti að stærð 2,9 með upptök við Héðinshöfða (um 4 km norðan við Húsavík). Jarðskjálftinn fannst vel á Húsavík og bárust tilkynningar til Veðurstofunnar, samkvæmt upplýsingum frá sérfræðingum á náttúruvársviði Veðurstofu Íslands.

Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofu Íslands hafa engir eftirskjálftar mælst á þessum slóðum í nótt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert