Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, lagði fram fyrirspurn á Alþingi í dag þar sem hún spyr forsætisráðherra hvort það sé von á afsökunarbeiðni stjórnvalda til Íslendinga vegna aðdraganda Íraksstríðsins.
Í fyrirspurninni er bent á að Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðhera Bretlands, hafi beðist afsökunar á rangri upplýsingagjöf til bresks almennings í aðdraganda Íraksstríðsins sem hófst árið 2003, og spyr Svandís því hvort að íslensk stjórnvöld muni gangast fyrir sambærilegri afsökunarbeiðni til Íslendinga. Segir hún að sömu blekkingar hafi verið notaðar til að skipa íslenska ríkinu í hóp stuðningsríkja stríðsins gegn Írak.
Blair baðst afsökunar á röngu upplýsingagjöfinni í síðasta mánuði og viðurkenndi að tengsl kynnu að vera á milli innrásarinnar og uppgangs Ríkis íslams. Hann neitar þó enn að biðjast afsökunar á stríðinu sjálfu.
Fyrri frétt mbl.is: Tengsl milli Íraksstríðsins og ISIS