Bölvi og blóti ekki í ræðustólnum

Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis
Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ég vil biðja háttvirta þingmenn að láta af að bölva og blóta úr ræðustól Alþingis,“ sagði Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, á þingfundi í dag eftir að Heiða Kristín Helgadóttir, varaþingmaður Bjartar framtíðar, hafði flutt ræðu undir liðnum störf þingsins.

Heiða Kristín sagðist þar vilja „öskra á feðraveldið að hætta þessu djöfulsins rugli“ í umræðu um stöðu jafnréttismála í þjóðfélaginu. Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, var næstur í ræðustól eftir ummæli þingforseta og hóf ræðu sína á vangaveltum um það hvort þeim væri beint að honum sem fyrirbyggjandi aðgerð.

„Virðulegi forseti, nú veit ég ekki hvort þessi athugasemd var sett hérna fram í tilefni af röð á mælendaskrá en kýs að taka því ekki svo.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert