Fínpússa nýjan Hellisheiðarveg

Umferðin flæðir vel og austur við Kambabrún sést hvernig vegurinn …
Umferðin flæðir vel og austur við Kambabrún sést hvernig vegurinn skiptist úr tveimur akreinum í eina. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Starfsmenn Ístaks eru nú að leggja lokahönd á breikkun vegarins yfir Hellisheiði. Síðustu daga hefur verið unnið við ýmsan frágang svo sem við að mála yfirborðsmerkingar, jafna úr fyllingum í vegköntum, setja upp skilti og fleira slíkt.

„Núna er bara það allra síðasta eftir, fínpússning ef svo mætti segja. Eftir tvær vikur ætlum við að vera farnir héðan með allan mannskap og tæki,“ segir Barði Kristjánsson verkstjóri.

Tæp tvö ár eru síðan Ístaksmenn hófu framkvæmdir, það er að breikka og bæta veginn úr Svínahrauni við afleggjarann að Hellisheiðarvirkjun. Þar liggur leiðin um Hveradalabrekkur, háheiðina og um Kamba niður í Hveragerði. Núna er þessi spotti, sem er um 15 kílómetrar, orðinn allt annar en var. Er að stórum hluta svonefndur 2+1-vegur og á nokkrum stöðum tvær akreinar í hvora átt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka