Keypt fyrir 40 milljarða

Mest munar um ferðamenn í styrkingu krónunnar.
Mest munar um ferðamenn í styrkingu krónunnar. mbl.is/Styrmir Kári

Mikill vöxtur í ferðaþjónustunni er talin aðalástæðan fyrir hækkun raungengis krónunnar. Sú þróun veikir aftur samkeppnisstöðu ferðaþjónustunnar á erlendum mörkuðum, einkum á evrusvæðinu.

Innflæði gjaldeyris vegna 40 milljarða króna kaupa erlendra aðila á íslenskum ríkisskuldabréfum styrkir einnig gengið.

Styrking krónunnar hefur einkum komið fram gagnvart evru en síður gagnvart Bandaríkjadal og sterlingspundi sem einnig hafa verið að styrkjast. Gengi evrunnar var í gær tæpar 142 krónur og hafði evran ekki verið ódýrari frá því undir lok september 2008, skömmu fyrir fall bankanna. Ekki þarf að geta þess að evran var mun ódýrari fyrr á því ári, fékkst til dæmis fyrir 88,5 krónur í byrjun ársins, að því er fram kemur í umfjöllun um áhrif styrkingar gengis krónunnar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert