Hagar halda Bónusgrísnum

Barist var um forræði yfir Bónusgrísnum í Hæstarétti.
Barist var um forræði yfir Bónusgrísnum í Hæstarétti. mbl.is/Hjörtur

Hæstiréttur sýknaði Haga af kröfu konu sem taldi sig eiga höfundarrétt á bónusgrísnum sem hefur verið vörumerki verslunarinnar Bónusar. Hún krafðist þess að öll notkun verslunarinnar á teikningu hennar yrði bönnuð að viðlögðum dagsektum. Hæstiréttur taldi rétt verslunarinnar vega þyngra. 

Konan vísaði til skjals frá 1991 sem hún og feðgarnir Jón Ásgeir Jóhannesson og Jóhannes Jónsson hefðu skrifað undir. Í því væri kveðið á um að ef breytingar yrðu á eignarhaldi verslunarinnar hefði hún rétt á að afturkalla rétt fyrirtækisins á að nota grísinn sem hún teiknaði án þess að fá greiðslu fyrir innan tuttugu ára.

Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur komist að þeirri niðurstöðu að konan hefði fyrirgert rétti sínum til vörumerkisins með tómlæti. Níu ár hafi liðið frá því að Einkaleyfastofa hafi staðfest skráningu gríssins sem vörumerkis verslunarinnar þar til konan hóf að leita réttar síns.

Hæstiréttur féllst á að grísinn félli undir höfundarréttarlög og að samkomulagið við Bónusfeðga sem konan vísaði til yrði lagt ti grundvallar. Þeir sem komu síðar að rekstri Bónusverslananna hafi hins vegar verið grandlausir um samkomulagið sem konan reisti rétt sinn á.

Réttur hennar gæti hins vegar ekki gengið framar þeim rétti sem sameignafélagið Bónus hafi öðlast á vörumerkinu árið 1992 en það var í eigu félags Bónusfeðga og fjárfestingafélagsins Þors hf. til helminga. Því voru Hagar sýknaðir af kröfu konunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert