Perlu ekki komið á flot í dag

Perla situr enn á botni Gömlu hafnarinnar við Ægisgarð.
Perla situr enn á botni Gömlu hafnarinnar við Ægisgarð. mbl.is/Júlíus

Gísli Gíslason, framkvæmdastjóri Faxaflóahafna, segir í samtali við mbl.is að ekki verði komið sanddælingarskipinu Perlu á flot að nýju í dag. Hann segir þó að stefnt verði að því að hefja aðgerðir á morgun þó óvíst sé um hvenær dags það geti verið. Þá segir hann í tölvupósti til mbl.is að veður hafi gert starfsmönnum sem vinna á Ægisgarði erfitt fyrir í dag og að suðaustan stinningur hafi gert köfurum erfitt um vik. Hins vegar sé búist við betra veðri á morgun. 

Þá hafi ráðgjafar Björgunar lagt til ákveðnar varúðarráðstafanir við þéttingu og loftun sem unnið hafi verið að í dag en líklegt er að þeim verði ekki lokið fyrr en á morgun. Gísli tekur jafnframt fram að öllum loftopum á olíutönkum hafi verið lokað þannig ekki sé bráð hætta á að olía leki í sjóinn. 

Ennfremur að vakt verði við skipið í nótt og að viðbragðsaðilar ásamt dælubíl og öðrum búnaði séu til taks ef á þurfi að halda. 

Reynt var að dæla sjó úr Perlu í gær en …
Reynt var að dæla sjó úr Perlu í gær en gluggar brotnuðu í stýrishúsi og leki kom upp í skipinu. mbl.is/Júlíus
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert