Talsvert lakari einkunnir á landsbyggðinni

Nemendur á höfuðborgarsvæðinu komu betur út úr könnuninni en þeir …
Nemendur á höfuðborgarsvæðinu komu betur út úr könnuninni en þeir sem búa utan suðvesturhornsins. mbl.is/ÞÖK

Í fyrstu niðurstöðum úr samræmdum könnunarprófum í 10. bekk í íslensku, ensku og stærðfræði má sjá talsverðan mun á árangri nemenda utan Reykjavíkur og Suðvesturkjördæmis. Þá hækka nemendur í Reykjavík í einkunn í öllum greinum miðað við önnur kjördæmi á meðan Suðurkjördæmi og Norðurkjördæmin lækka eða standa í stað, utan Norðausturskjördæmis í ensku.

Suðurkjördæmi stendur verst samkvæmt niðurstöðunum og fer aftur, en það stóð einnig verst í könnuninni árið 2014. Verst kemur kjördæmið út í stærðfræði en einnig vekur athygli að mun stærri hluti nemenda þar var undanþeginn próftökunni, eða 8,2-10,9%. Hæsta hlutfall undanþeginna í grein annars staðar var 7%. Undanþegnum nemendum er ætluð einkunnin D í útreikningum en almennt fer hlutfall nemenda sem undanþegnir eru vaxandi milli ára.

Mun fleiri með A suðvestantil

Í Reykjavík og Suðvesturkjördæmi fá á bilinu 9,0-11,3% nemenda einkunnina A í greinunum þremur en hlutfallið er á bilinu 3,5-5,5% á landsbyggðinni.

Á landsbyggðinni var sömuleiðis talsvert stærri hluti nemenda með einkunnirnar C og D en á höfuðborgarsvæðinu. Í Norðausturkjördæmi var ástandið þó nokkuð skárra þar sem fjöldi nemenda með einkunnina D var undir meðaltali í öllum greinum.

Fram kemur í tilkynningu Menntamálastofnunar að horft verði til þessa staðbundna munar í einkunnum í útfærslu verkefnisins Þjóðarátak í læsi. Birtar voru normaldreifðar einkunnir sem sýndu innbyrðis stöðu kjördæma og hæfnieinkunnirnar A, B+, B, C+, C og D. Seinna í nóvember verða niðurstöður birtar svo greina megi milli skóla og sveitarfélaga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert