Könnunarviðræður um sæstreng

David Cameron og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
David Cameron og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/Styrmir Kári

Tek­in var ákvörðun á fundi Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar for­sæt­is­ráðherra og Dav­ids Ca­merons, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, 28. októ­ber að setja af stað vinnu við að kanna mögu­lega raf­orku­teng­ingu á milli land­anna í gegn­um sæ­streng. Enn­frem­ur að könnuð yrðu nán­ar þau efna­hags­legu og fé­lags­legu áhrif sem lagn­ing slíks sæ­strengs gæti haft í för með sér. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá at­vinnu­vegaráðuneyt­inu. 

„Nú þegar er að störf­um á veg­um at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­is verk­efn­is­stjórn sem hef­ur það hlut­verk að hafa yf­ir­um­sjón með fram­gangi ákveðinna verk­efna um áhrifaþætti sæ­strengs. Á fundi rík­is­stjórn­ar í morg­un var samþykkt að verk­efn­is­stjórn­in taki einnig við því verk­efni að eiga könn­un­ar­viðræður við Breta um lagn­ingu sæ­strengs. Verk­efn­is­stjórn­in verður stækkuð af því til­efni og í hana bæt­ast full­trú­ar frá for­sæt­is­ráðuneyti og fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyti,“ seg­ir enn­frem­ur í til­kynn­ing­unni.

Vinn­an verði áfram leidd af at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­inu en hún fel­ist í könn­un­ar­viðræðum við aðila sem bresk stjórn­völd til­nefna í verk­efnið um verðlagn­ingu, fjár­mögn­un og reglu­verk við lagn­ingu sæ­strengs. „Tekið hef­ur verið fram að at­hug­un á verk­efn­inu er á frum­stigi á Íslandi og ákvörðun um fram­hald þess mun krefjast mik­ill­ar yf­ir­legu og umræðu. Stefnt er að því að verk­efn­is­stjórn­in skili niður­stöðum úr þess­um könn­un­ar­viðræðum inn­an sex mánaða.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert