Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir það ekki rétt að stjórn RÚV hafi spáð halla af rekstri fyrirtækisins rekstrarárið 2015 til 2016 ef útvarpsgjald lækkar um áramótin.
Í samtali í Morgunblaðinu í dag rifjar Magnús Geir upp fyrirheit Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, um að útvarpsgjaldið muni ekki lækka.
Þá segir útvarpstjóri að ef gjaldið myndi lækka um áramóti kallaði það á niðurskurð hjá fyrirtækinu. Samkvæmt heimildum blaðsins er frumvarp um óbreytt útvarpsgjald í vændum.