Tveir nýir snjóflóðagarðar á Norðfirði kosta 2,5 milljarða króna

Snjóflóðavarnir við Tröllagil í Norðfirði.
Snjóflóðavarnir við Tröllagil í Norðfirði.

Áætlað er að kostnaður við tvo stóra snjóflóðavarnargarða og tilheyrandi mannvirki í Neskaupstað verði um 2,5 milljarðar króna. Garðarnir myndu verja nokkuð á þriðja hundrað íbúðir og opinberar byggingar, að verðmæti 3,5 til 7 milljarðar króna.

Byggðar hafa verið miklar snjóflóðavarnir á undanförnum árum til að verja hús og fólk í Neskaupstað. Nú er að ljúka frágangi við varnir undir Tröllagili, áður var búið að gera varnir undir Drangagili.

Enn eru 122 íbúðir í 40 húsum á hættusvæði undir Nesgili og Bakkagili, auk Fjórðungssjúkrahússins. Undir Urðarbotnum og Sniðgili eru 127 eignir, þar á meðal verslunar- og atvinnuhúsnæði í miðbæ Neskaupstaðar og leikskóli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert