„Þetta hefði getað verið ég“

Hjúkrunarfræðingar á vakt á hjartadeild Landspítala.
Hjúkrunarfræðingar á vakt á hjartadeild Landspítala. mbl.is/Golli.

„Þetta var al­gert reiðarslag og breytti al­ger­lega okk­ar starfs­um­hverfi hér,“ seg­ir Guðríður Kr. Þórðardótt­ir, formaður hjúkr­un­ar­ráðs Land­spít­al­ans, í sam­tali við mbl.is vegna ákæru á hend­ur hjúkr­un­ar­fræðingi við spít­al­ann um mann­dráp af gá­leysi. Aðalmeðferð í mál­inu lauk fyr­ir Héraðsdómi Reykja­vík­ur í gær og er dóms að vænta á næstu vik­um.

For­saga máls­ins er sú að sjúk­ling­ur í um­sjá hjúkr­un­ar­fræðings­ins lést á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans að kvöldi 3. októ­bers 2012. Mikið álag var á deild­inni þetta kvöld og þurfti hjúkr­un­ar­fræðing­ur­inn að sinna fjöl­mörg­um verk­efn­um öðrum en að fylgj­ast með sjúk­lingn­um. Bað hún hjúkr­un­ar­fræðing­inn í næsta stæði við hliðina að sjá um hann á meðan hún sinnti öðrum verk­efn­um. Deilt var um það fyr­ir dómi hvað olli dauða sjúk­lings­ins en ákæru­valdið tel­ur skýr­ing­una van­rækslu hjúkr­un­ar­fræðings­ins. Hjúkr­un­ar­fræðing­ur­inn hef­ur hins veg­ar ít­rekað lýst yfir sak­leysi sínu og verj­andi henn­ar hef­ur meðal ann­ars lagt áherslu á að óljóst sé hvað olli and­láti sjúk­lings­ins.

„Hver ber ábyrgðina á þessu ástandi?“

Guðríður seg­ir málið hafa valdið miklu starf­sóör­yggi á meðal hjúkr­un­ar­fræðinga. Það að málið skyldi verða að lög­reglu­máli og í fram­hald­inu fara fyr­ir dóm­stóla hafi al­ger­lega breytt starfs­um­hverfi hjúkr­un­ar­fræðinga og vænt­an­lega annarra heil­brigðis­stétta. „Mark­miðið með því að skrá at­vik og fara í gegn­um rót­ar­grein­ing­ar snýst um að auka ör­ygg­is­menn­ingu á spít­al­an­um. Þegar svona at­vik koma upp er farið ofan í saum­ana á því hvaða ferli þarf að laga o.s.frv. En þegar mál fer þessa leið eins og í til­viki þessa hjúkr­un­ar­fræðings þá hugsa aðrir hjúkr­un­ar­fræðing­ar: „Þetta hefði getað verið ég, þetta hefði getað komið fyr­ir mig. Ég gæti staðið í þess­um spor­um.“

Þannig væri upp­lif­un hjúkr­un­ar­fræðinga að of mikið álag hafi verið á hjúkr­un­ar­fræðing­inn sem ákærður var og að henni hafi haft of mörg verk­efni á sinni könnu. Hjúkr­un­ar­fræðing­ar á Land­spít­al­an­um hafi unnið við slík­ar aðstæður í ár­araðir. Verið að vinna und­ir of miklu álagi og með of marga og bráðveika sjúk­linga. „Sú spurn­ing vakn­ar auðvitað hver ber ábyrgðina á því ástandi? Hver ber ábyrgðina ef ég er til dæm­is sett í þær aðstæður að vera að vinna með alltof veika sjúk­linga án þess að nokk­ur geti létt und­ir með mér eða hjálpað mér við það?“ spyr hún.

Leik­ur sér eng­inn að því að vinna yf­ir­vinnu

Guðríður hend­ir á að rann­sókn­ir hafi sýnt að auka­vakt­ir og yf­ir­vinna þýddu aukn­ar lík­ur á að at­vik og al­var­leg at­vik kæmu upp. Sama ætti við um of mikið álag og ábyrgð hjúkr­un­ar­fræðinga á of mörg­um sjúk­ling­um. „Staðan er sú að álagið er mikið og þess vegna er yf­ir­vinn­an mik­il. Þegar deild­ar­stjór­ar eru að skipu­leggja vakt­ir á spít­al­an­um standa þeir síðan frammi fyr­ir því að hjúkr­un­ar­fræðing­ar treysta sér ekki til þess að vinna um­fram vinnu­skyld­una sína og taka auka­vakt­ir. Það þýðir ein­fald­lega að aðrir hjúkr­un­ar­fræðing­ar verða með of marga sjúk­linga á sín­um herðum.“

Fyr­ir vikið væri um al­gera patt­stöðu að ræða. Hvor­ug­ur kost­ur­inn væri góður. Hvorki að deild­ir væru und­ir­mannaðar né að þær væru mannaðar með hjúkr­un­ar­fræðing­um sem þyrftu að vinna mikla yf­ir­vinnu. „Það er eng­inn að leika sér að því að vinna yf­ir­vinnu eða að bjóða fólki upp á yf­ir­vinnu. Þessi staða er uppi vegna þess að álagið er of mikið og það vant­ar fólk,“ seg­ir Guðríður. Mikl­ar áhyggj­ur væru af því að dóms­málið gegn hjúkr­un­ar­fræðingn­um, og einkum verði hún sak­felld, yrði til þess að hjúkr­un­ar­fræðing­ar treystu sér ekki til þess að tryggja ör­yggi sjúk­linga við þess­ar aðstæður.

„Þetta er nátt­úru­lega bara hræðilegt áfall“

Dóms­málið hafi þannig þegar valdið mikl­um skaða fyr­ir starfs­ör­yggi hjúkr­un­ar­fræðinga á Land­spít­al­an­um og spít­al­ann sjálf­an. Þannig séu uppi áhyggj­ur af því meðal ann­ars að marg­ir reynd­ir hjúkr­un­ar­fræðing­ar hafi yf­ir­gefið spít­al­ann af þess­um sök­um og vegna þess að þeir vildu ekki leggja frelsi sitt og fjöl­skyld­ur sín­ar að veði með þess­um hætti. „Þetta er nátt­úru­lega bara hræðilegt áfall. Maður velt­ir því fyr­ir sér hvaða for­dæmi þetta fel­ur í sér til framtíðar. Hvaða áhrif það hef­ur á ör­ygg­is­menn­ing­una og skrán­ing­ar at­vika og rót­ar­grein­ing­ar?“

Mjög al­var­legt sé ef hjúkr­un­ar­fræðing­ar treysti sér ekki til þess í kjöl­far dóms­máls­ins að vinna við þær aðstæður sem fyr­ir hendi eru. Það kæmi niður á nýliðun í grein­inni og þýddi að reynd­ir hjúkr­un­ar­fræðing­ar hyrfu á braut. „Til þess að geta tryggt ör­ygg­is­menn­ing­una þurf­um við að hafa mönn­un og það leik­ur sér eng­inn að því að byggja mönn­un á yf­ir­vinnu. Von­andi verður þetta mál til lengri tíma litið til þess að ör­ygg­is­menn­ing­in verði hert til muna. Það verði trygg­ing okk­ar í framtíðinni að um­hverfi okk­ar byggi á betri ör­ygg­is­menn­ingu. En eft­ir sem áður eru mikl­ar áhyggj­ur af því að þetta mál verði til þess að fólk treysti sér ekki til þess að vinna þessa vinnu.“

Guðríður Kr. Þórðardóttir, hjúkrunarfræðingur.
Guðríður Kr. Þórðardótt­ir, hjúkr­un­ar­fræðing­ur. mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka