Tveir aðilar bítast um Arion banka

Von er á tilboðum í Arion.
Von er á tilboðum í Arion. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tvö fjármálafyrirtæki, Virðing og Arctica Finance, vinna hvort í sínu lagi að því að setja saman fjárfestahóp sem hafi burði til að bjóða í 87% hlut í Arion banka, sem nú er í eigu slitabús Kaupþings.

Bæði félögin leggja höfuðáherslu á að fá stærstu lífeyrissjóði landsins að málinu. Útilokað er talið að hægt sé að færa eignarhaldið á bankanum úr höndum kröfuhafa, og til innlendra aðila, án þess að lífeyrissjóðir komi með umtalsverðar fjárhæðir að borðinu.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Morgunblaðsins halda lífeyrissjóðirnir mjög að sér höndum en málið mun þó hafa fengið umfjöllun í stjórnum einhverra þeirra á allra síðustu dögum. Enginn af stóru lífeyrissjóðunum mun enn sem komið er hafa gefið vilyrði um þátttöku í öðrum hvorum hópnum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert