Gríma Bjarkar Guðmundsdóttur sem hún bar á blaðamannafundi náttúruverndarsamtakanna Gætum garðsins á fimmtudaginn vakti mikla athygli.
Á blaðamannafundinum kynntu Andri og Björk Guðmundsdóttir samtökin og kröfu þeirra um að miðhálendinu eða „hjarta Íslands,“ eins og þau kalla svæðið, verði breytt í þjóðgarð og komið verði í veg fyrir fyrirætlanir um háspennulínur og frekari virkjanir á miðhálendinu.
Blaðamannafundurinn var haldinn í miðri Iceland Airwaves hátíðinni og mikill fjöldi erlendra miðla voru viðstaddir og fréttir frá honum hafa borist víða um heim.
Í dag ljóstrar Andri Snær Magnason því upp á Facebook að hönnuður grímunnar sé Bretinn James Merry. „Margir hafa spurt hvaðan gríman kemur. Snillingurinn hann James Merry gerði hana. Einn besti tengdasonur Íslands,“ segir Andri Snær og bendir á grein um Merry hjá tímaritinu ú. Þar segir að Bretinn deili tíma sínum á milli New York borgar og litlum kofa í íslenskri sveit.
James Merry hefur unnið með Björk undanfarin sex ár og hefur gert fjölmargar grímur fyrir hana en samstarf þeirra hófst við vinnslu Biophiliu plötunnar.