Maðurinn á bak við grímu Bjarkar

Björk Guðmundsdóttir á blaðamannafundi á fimmtudaginn með grímu eftir James …
Björk Guðmundsdóttir á blaðamannafundi á fimmtudaginn með grímu eftir James Merry. Mbl.is/ Árni Sæberg

Gríma Bjarkar Guðmundsdóttur sem hún bar á blaðamannafundi náttúruverndarsamtakanna Gætum garðsins á fimmtudaginn vakti mikla athygli. 

Á blaðamanna­fund­in­um kynntu Andri og Björk Guðmunds­dótt­ir sam­tök­in og kröfu þeirra um að miðhá­lend­inu eða „hjarta Íslands,“ eins og þau kalla svæðið, verði breytt í þjóðgarð og komið verði í veg fyr­ir fyr­ir­ætlan­ir um há­spennu­lín­ur og frek­ari virkj­an­ir á miðhá­lend­inu.

Blaðamannafundurinn var haldinn í miðri Iceland Airwaves hátíðinni og mikill fjöldi erlendra miðla voru viðstaddir og fréttir frá honum hafa borist víða um heim. 

Í dag ljóstrar Andri Snær Magnason því upp á Facebook að hönnuður grímunnar sé Bretinn James Merry. „Margir hafa spurt hvaðan gríman kemur. Snillingurinn hann James Merry gerði hana. Einn besti tengdasonur Íslands,“ segir Andri Snær og bendir á grein um Merry hjá tímaritinu ú. Þar segir að Bretinn deili tíma sínum á milli New York borgar og litlum kofa í íslenskri sveit. 

James Merry hefur unnið með Björk undanfarin sex ár og hefur gert fjölmargar grímur fyrir hana en samstarf þeirra hófst við vinnslu Biophiliu plötunnar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert