Fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sem boðaður var í dag, 9. nóvember, verður frestað til miðvikudags en ræða átti umsögn Indefence um undanþágur frá höftum.
Frosti Sigurjónsson, formaður nefndarinnar og þingmaður Framsóknarflokksins, segir ástæðu frestunarinnar einfaldlega þá að seðlabankastjóri hafi ekki getað mætt á fundinn.
„Seðlabankastjóri kemst ekki fyrr en á miðvikudag og þá förum við yfir punkta Indefence með honum.“