Mikill fjöldi við lögreglustöðina

Frá mótmælunum í dag.
Frá mótmælunum í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Mik­ill fjöldi fólks er nú sam­an kom­inn við lög­reglu­stöðina við Hverf­is­götu í Reykja­vík. Boðað var til mót­mæla við lög­reglu­stöðina í dag í kjöl­far frétta af því að tveir karl­menn, sem grunaðir eru um tvær nauðgan­ir, hafi ekki verið hneppt­ir í gæslu­v­arðhald.

Mikið er af kon­um og körl­um á svæðinu að sögn blaðamanns mbl.is sem er á staðnum og einnig er nokkuð um börn. Lög­regla er einnig sýni­leg með hliðstæðum hætti og við mót­mæli við Alþing­is­húsið en enn streym­ir að fólk úr öll­um átt­um.

Sig­ríður Björk Guðjóns­dótt­ir, lög­reglu­stjóri höfuðborg­ar­svæðis­ins, og Alda Hrönn Jó­hanns­dótt­ir, yf­ir­lög­fræðing­ur á skrif­stofu lög­reglu­stjóra, komu út fyr­ir lög­reglu­stöðina eft­ir að mót­mæl­in hóf­ust klukk­an 17.00 og ræddu við mót­mæl­end­ur. Buðu þær for­ystu­mönn­um mót­mæl­anna að koma inn fyr­ir eft­ir að þeim væri lokið og ræða við sig um stöðu máls­ins.

Upp­fært 17.37:

Fjöldi fólks hef­ur gripið tæki­færið og stigið í pontu með hvetj­andi skila­boðum til þátt­tak­enda í mót­mæl­un­um og sög­um af eig­in ferli vegna kyn­ferðis­brota­mála. Rétt í þessu steig Sig­ríður Björk í pontu og sagði mik­il­vægt að finna fyr­ir sam­stöðunni og að lög­regl­an myndi gera sitt besta til að gera bet­ur. Því var svarað af mann­fjöld­an­um með þeim orðum að það væri ekki nóg og var púað á lög­reglu­stjór­ann þar til hún fór út pontu.

Upp­fært 18.29:

Enn er tals­verður fjöldi mót­mæl­enda við lög­reglu­stöðina að sögn blaðamanns mbl.is og hafa tug­ir fólks stigið í potu og ávarpað mót­mæl­end­ur.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri og Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur ræddu …
Sig­ríður Björk Guðjóns­dótt­ir lög­reglu­stjóri og Alda Hrönn Jó­hanns­dótt­ir yf­ir­lög­fræðing­ur ræddu við mót­mæl­end­ur. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Frá mótmælunum.
Frá mót­mæl­un­um. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert