Rúm 20% í leiguhúsnæði

Í kjölfar hrunsins fjölgaði ört á leigumarkaði. Árið 2008 leigðu 12,9% húsnæði sitt, 6,8% leigðu á almennum markaði og 6,1% leigði eftir öðrum leiðum á borð við félagsbústaði, stúdentagarða eða á lækkuðu verði af nákomnum. Árið 2014 bjuggu 20,8% í leiguhúsnæði og 12,4% leigðu á almennum markaði og 8,3% eftir öðrum leiðum, samkvæmt frétt á vef Hagstofu Íslands.

35,5% á aldrinum 25-35 ára búa í leiguhúsnæði

Þrátt fyrir þessa fjölgun á leigumarkaði var Ísland með næstlægsta hlutfallið í leiguhúsnæði á Norðurlöndum og næsthæsta hlutfallið sem bjó í skuldlausu eigin húsnæði.

Staða á húsnæðismarkaði tengist aldri og tekjum. Árið 2014 leigðu 35,5% fólks á aldrinum 25-34 ára húsnæði sitt en 7,9% bjuggu í skuldlausu eigin húsnæði. Á sama tíma bjuggu 9,7% fólks 65 ára og eldri í leiguhúsnæði en 48,2% í skuldlausu eigin húsnæði. Þá bjuggu 37,4% fólks í lægsta fimmtungi tekjudreifingarinnar í leiguhúsnæði en aðeins 9,3% í hæsta tekjubilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert