Nemendur og starfsfólk Varmárskóla dönsuðu gegn einelti í morgun, eða hátt í 900 manns. Í gær var alþjóðlegur dagur gegn einelti og var því ákveðið að hefja vikuna með nokkrum léttum sporum.
Nemendur og starfsfólk söfnuðust saman í íþróttasalnum í morgun og hófu leikinn á zumba. Endað var á diskói og mátti víða sjá brosandi andlit sem dilluðu sér í takt við tónlistina.