Stjórn Björgunarbátasjóðs Vestfjarða, sem rekur björgunarskipið Gunnar Friðriksson á Ísafirði, býður stjórnvöldum aðstoð, bæði mannskap og skip, til þess að ná upp flakinu af Jóni Hákoni BA.
„Óvissan sem fylgir því hvers vegna gúmmíbjörgunarbátar blésu ekki upp er ólíðandi en slíkir bátar eru helsta öryggistæki sjómanna og því mjög mikilvægt að fá botn í hvernig á þessu stendur,“ segir í tilkynningu frá stjórninni.
Einnig skorar stjórnin á stjórnvöld að bæta fjarskipti austan við Straumnes og austur fyrir Strandir.