Féll í gólfið, kastaði upp og froðufelldi

Taflan er með hakakrossi. Þeir sem neyta fíkniefnisins geta verið …
Taflan er með hakakrossi. Þeir sem neyta fíkniefnisins geta verið mjög varasamir og með brenglað sársaukaskyn.

Lögreglan á Suðurnesjum þurfti nýverið að hafa afskipti af pilti sem fárveiktist eftir að hafa tekið inn LSD-töflu sem merkt var hakakrossi. Lögreglan segir að maðurinn hafi verið gjörsamlega út úr heiminum, ofsafenginn og til alls vís.

Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu, að þetta hafi gerst þegar pilturinn kom heim að næturlagi. Ekki er tekið fram hvenær þetta gerðist.

„Eftir að hafa beitt einn viðstaddra ofbeldi datt hann í gólfið kastaði upp og froðufelldi. Skömmu síðar hófst hamagangurinn aftur og var þá gripið til þess ráðs að kalla lögreglu til og biðja um að hann yrði fjarlægður.

Við húsleit í herbergi hans fundust tvær töflur með hakakrossmerki og lögðu lögreglumenn hald á þær,“ segir lögreglan.

Þá ítrekar hún aðvörunarorð vegna umrædds fíkniefnis.

„Upp hafa komið mörg mál þar sem aðilar sem hafa neytt töflunar eru gjörsamlega út úr heiminum og stórhættulegir sjálfum sér og öðrum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert