Hálka á Holtavörðuheiði

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Hálkublettir eru á Hellisheiði og í Þrengslum en hálka og hálkublettir eru víðast hvar á Suðurlandi.

Hálka er á Holtavörðuheiði og hálkublettir á Laxárdalsheiði og Innstrandavegi.

Á Vestfjörðum er hálka og éljagangur á Steingrímsfjarðarheiði en hálkublettir á flestum öðrum fjallvegum og einnig á vegum í nágrenni Hólmavíkur. Einhver éljagangur er á Kleifaheiði. Hálka er í Breiðadal.

Hálka og hálkublettir eru á Norður- og Austurlandi sem og með suðausturströndinni. Þæfingsfærð er á Hellisheiði eystri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert