„biddu til guðs ógeðið þitt... þu munt missa útlimi... er með menn úti sem eru byrjaðir að leita að þér - gefðu þig fram ef þig þykir vænt um foreldra þina og fjolskyldu.“ Svona voru skilaboð sem annar hinna grunuðu í meintu kynferðisbrotamáli í Hlíðunum fékk í gær í kjölfar umræðu á netinu.
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi annars mannsins sem hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot í málinu, segir að fleiri skilaboð af svipuðum toga hafi borist skjólstæðingi sínum.
Hann bætir því við að afsökunarbeiðnir hafi borist í kjölfarið þar sem fólk hafi borið því við að hafa látið glepjast af fréttaflutningi af málinu.
Skilaboðin bárust undir nafni og verða kærð að sögn Vilhjálms en rannsókn málsins er í fullum gangi.