Afgangur upp á 50 milljarða

Samsett mynd/Eggert

Samanlagður hagnaður Arion banka og Landsbankans fyrstu níu mánuði ársins er 50 milljarðar króna.

Íslandsbanki hefur ekki birt níu mánaða uppgjör sitt og ótalin eru önnur smærri fjármálafyrirtæki, að því er fram kemur í umfjöllun um afkomu fjármálafyrirtækja í ViðskiptaMogganum í dag.

Hagnaður Arion banka á þriðja ársfjórðungi var 6,3 milljarðar kr. og 25,4 milljarðar fyrstu níu mánuði ársins. Er það 12% meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra. Hagnaður Landsbankans fyrstu níu mánuði ársins var 24,4 milljarðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert