Borgarstjórinn felldi Færeyjatréð

Borgarstjóri mundar sögina í Heiðmörk í gær.
Borgarstjóri mundar sögina í Heiðmörk í gær. mbl.is/Sigurður Bogi

„Þessi galli er í réttum litum,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, sem í hádeginu í gær gerðist skógarhöggsmaður. Samkvæmt venju kom það í hlut borgarstjóra að fella jólatréð sem er gjöf Reykvíkinga til íbúa Þórshafnar í Færeyjum.

Tréð var fengið í Heiðmörk og áður en borgarstjóri hóf sög á loft fór hann í vinnugalla skógarhöggsmanna, sem er svartur og appelsínugulur. Það eru líka litir íþróttafélagsins Fylkis í Árbæ, en Dagur er þekktur stuðningsmaður þess.

Færeyjatréð er 12 metra sitkagreni af Elliðavatnsheiði og var gróðursett árið 1962. Trénu verður nú komið í skip og síðan reist í miðbæ Þórshafnar. Þar verða ljós þess tendruð 29. nóvember.

Þetta er í þriðja sinn sem sent er jólatré frá Reykjavík til Þórshafnar. Ýmis tengsl eru milli höfuðstaðanna tveggja, svo sem á sviði menningarmála, að sögn Dags B. Eggertssonar, og er vilji til að efla þau.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert