Einkadagbækur Kristjáns X., síðasta konungsins sem ríkti yfir Íslandi, sýna að hann lét sér tvívegis til hugar koma að dönsk herskip yrðu send hingað til að aga landsmenn.
Þetta var þegar Uppkastinu var hafnað 1908 og í fánadeilunni 1913. Konungur hafði hins vegar ekki stjórnskipunarlega stöðu til slíkra verka.
Bók með áður óbirtum dagbókarfærslum konungs er að koma út, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.