Fleiri vilja ekki áfengi í matvöruverslanir

.
. mbl.is/Júlíus

Tals­vert skipt­ar skoðanir eru á meðal lands­manna um það hvort leyfa eigi sölu létt­víns og bjórs í mat­vöru­versl­un­um eða ekki sam­kvæmt nýrri skoðana­könn­un Gallups. Nokkuð fleiri eru þó á því að ekki eigi að leyfa slíkt eða 47% á móti 41%. Hins veg­ar eru 67% and­víg sölu á sterku víni í mat­vöru­versl­un­um og 21% því hlynnt.

Fjallað er um skoðana­könn­un­ina á frétta­vef Rík­is­út­varps­ins. Þar seg­ir að yngra fólk sé já­kvæðara fyr­ir því að leyfa frjálsa versl­un með áfengi en rúm­lega 50% fólks und­ir fer­tugu er fylgj­andi því en um þriðjung­ur and­víg­ur. Kjós­end­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins eru já­kvæðast­ir fyr­ir því að leyfa sölu á létt­víni og bjór í mat­vöru­versl­un­um eða 59%á meðan 24% eru því and­víg.

Tæp­ur fjórðung­ur kjós­enda Fram­sókn­ar­flokks­ins vilja leyfa sölu létt­víns og bjórs í mat­vöru­versl­un­um. Mest andstaða við málið er á meðal kjós­enda Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs. Þar eru 85% and­víg sölu létt­víns og bjórs í mat­vöru­versl­un­um. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka