Vopnaðir handrukkarar handteknir

Lögreglan á Suðurnesjum handtók nýverið tvo af þremur mönnum sem reyndu að brjótast inn í íbúð. Annar þeirra var vopnaður sprautu og hníf en talið er að mennirnir hafi ætlað að innheimta fé af fólki sem býr í húsinu.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni voru fíkniefni í sprautunni og svo var hann með  butterfly hníf í vasanum. Hinn var með barefli falið innan klæða.

„Grunur leikur á að mennirnir hafi verið að undirbúa handrukkun, því fram kom að þeir teldu íbúa húsnæðisins,  sem þeir hugðust komast inn í,  skulda sér peninga,“ segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert