Félag múslima á Íslandi fordæmir árásirnar

Salmann Tamimi er formaður Félags múslima á Íslandi.
Salmann Tamimi er formaður Félags múslima á Íslandi. mbl.is/Golli

„Fé­lag múslima á Íslandi líkt og aðrir múslim­ar úti um all­an heim, for­dæm­ir þessa hrika­legu, til­efn­is­lausu og blóðugu árás á sak­laust fólk í Par­ís föstu­dags­kvöldið 13. nóv­em­ber,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu fé­lags­ins. „Við send­um aðstand­end­um fórn­ar­lambanna samúðarkveðjur og ósk­um þeim særðu fljóts bata. Þessi blóðuga árás gerði eng­an mun á milli trú­ar­bragða, litar­hátt­ar eða þjóðern­is fórn­ar­lambanna.“

Svo seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni:

„Þessi árás sýn­ir okk­ur að nauðsyn er að við vinn­um öll að því að koma á friði í heim­in­um. Friður fæst með virðingu og ást og um­hyggju við ná­ung­ann. Svona árás­ir hafa því miður tíðkast á síðustu árum sem ger­ir heim­inn okk­ar mjög óör­ugg­an. Fólkið í Mið-Aust­ur­lönd­um, Afr­íku og Asíu þjá­ist vegna styrj­alda og hryðju­verka. Þetta hvet­ur okk­ur öll til að taka okk­ur sam­an og standa sem eitt að berj­ast fyr­ir friði og mann­v­irðingu. Manns­líf er dýr­mætt í íslam, hvert ein­asta líf er jafnt dýr­mætt. Með ást og virðingu og með því að standa sam­an sem ein þjóð get­um við sigr­ast á þess­ari ógn. Það er ekki nóg að for­dæma, held­ur eru það verk­in sem skipta mestu máli. Við verðum öll að vinna sam­an, hvert og eitt, í að eyða hatr­inu í okk­ar heimi.

Gildi frönsku bylt­ing­ar­inn­ar var frelsi, jafn­rétti og bræðralag. Við eig­um að vinna að því að halda þess­um gild­um og sýna þetta í verki en ekki bara í orðum. Við meg­um ekki láta hat­ur, stríðsbrölt og hryðju­verk eyðileggja þessi gildi fyr­ir okk­ur og af­kom­end­um okk­ar.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert