Íslendingur talinn njósnari af Ríki íslams

Gunnar Hrafn Jónsson
Gunnar Hrafn Jónsson Ljósmynd/Gunnar Hrafn Jónsson

„Þeir sögðu ekki beint út að þeir ætluðu að drepa mig en þegar þeir fóru að dreifa nafn­inu mínu þá fór svo­lítið um mig,“ seg­ir Gunn­ar Hrafn Jóns­son fréttamaður á Rík­is­út­varp­inu í sam­tali við mbl.is en hann upp­lýsti á sam­fé­lagsvefn­um Face­book í kvöld að hann hefði verið sett­ur á eins kon­ar dauðal­ista hryðju­verka­sam­tak­anna Rík­is íslams fyr­ir um ári síðan þegar um 20 liðsmenn sam­tak­anna hefðu dreift nafni hans á net­inu og hvatt til árása á hann.

Gunn­ar seg­ir að for­saga máls­ins sé sú að hann hafi verið að rann­saka Ríki íslams tals­vert mikið á þess­um tíma í kjöl­far þess að mynd­bönd voru birt á net­inu tengd sam­tök­un­um með mynd­um úr ís­lenskri nátt­úru. Hann hafi verið bú­inn að finna nokkuð marga liðsmenn Rík­is íslams á sam­fé­lagsvefn­um Twitter sem hann hafi fylgst með. Þar hafi til að mynda verið hægt að fá upp­lýs­ing­ar um hreyf­ing­ar þeirra meðal ann­ars í Írak.

„Síðan spurði ég óvar­fær­inna spurn­inga og þá var lokað á mig. Í kjöl­farið fóru þess­ir ná­ung­ar að aug­lýsa nafnið mitt á Face­book eitt kvöldið. Sögðu að ég væri njósn­ari fyr­ir NATO og byggi á Íslandi og eitt­hvað fleira,“ seg­ir Gunn­ar. Aðspurður seg­ist hann ekki hafa orðið var við neitt síðan nema frá ein­staka ein­stak­ling­um á Twitter. „Þeir hafa spurt hvers vegna ég sé svona for­vit­inn og fyr­ir hvern ég sé að spyrja og eitt­hvað slíkt.“

„Þeir bitu það í sig að ég væri njósn­ari og það hjálpaði ekk­ert þegar ég benti þeim á að ég væri fréttamaður, seg­ir Gunn­ar. „Ég var bú­inn að ná að tala við tvo, þrjá í einka­skila­boðum. Einn var í Tyrklandi og bauð mér að koma yfir. Vildi fá mig á staðinn sem frétta­mann og ætlaði að ferja mig yfir landa­mær­in til Sýr­lands. En eft­ir að þetta kom upp þá treysti ég mér ekki í það. Þetta er nú ekk­ert stór­mál, það hafa ör­ugg­lega marg­ir lent í þessu. En ég var kom­inn svo­lítið ná­lægt þeim þannig að þeim hef­ur lík­lega þótt það óþægi­legt.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert