Keppti í átta greinum á fjórum dögum

Kristín æfir sund þrisvar í viku.
Kristín æfir sund þrisvar í viku. Af Facebook

Glæsi­leg­ur ár­ang­ur Krist­ín­ar Þor­steins­dótt­ur frá Sund­fé­lag­inu Ívari á Ísaf­irði á Evr­ópu­meist­ara­móti DSISO á Ítal­íu, hef­ur vakið at­hygli en Krist­ín setti tvö heims­met og tíu Evr­ópu­met, vann til fimm gull­verðlauna og vann ein silf­ur- og bronsverðlaun. Krist­ín setti heims­met­in sín í 25 metra flugsundi og 100 metra skriðsundi.

Móðir Krist­ín­ar, Sig­ríður Hreins­dótt­ir, seg­ir hana hafa æft sig fyr­ir Evr­ópu­meist­ara­mót DSISO í heilt ár en DSISO eru alþjóðleg sund­sam­tök ein­stak­linga með Downs-heil­kenni.

Bróðir­inn hljóp í skarðið

„Þetta er helj­ar­inn­ar und­ir­bún­ing­ur, bæði æf­inga­lega séð og and­lega. Svo er mjög mik­il skriffinnska í kring­um þetta. Til þess að vera með þurfti Krist­ín að vera fé­lags­maður í sam­tök­un­um og við sótt­um um það í vor,“ seg­ir Sig­ríður en mótið stóð yfir í viku.

Þjálf­ari Krist­ín­ar er Svala Sif Sig­ur­geirs­dótt­ir og höfðu þær unnið að þessu móti í heilt ár. Svala komst þó ekki með til Ítal­íu þar sem hún er barns­haf­andi og á von á sér á allra næstu dög­um að sögn Sig­ríðar. „En við vor­um svo heppn­ar að Bragi, bróðir Krist­ín­ar, sem er gam­all sundmaður og þjálf­ari, hljóp í skarðið.“

Aðspurð hvort að Krist­ín hefði ekki verið ánægð með að fá bróður sinn með svar­ar Sig­ríður því ját­andi. „Hann þekk­ir hana nátt­úru­lega mjög vel og við vor­um mjög ánægðar með að hann skyldi geta skellt sér í brúnna.“

Komst í úr­slit í öll­um sín­um grein­um

Eins og fyrr seg­ir er ár­ang­ur Krist­ín­ar magnaður. Keppti hún í átta grein­um á viku og fór í úr­slit á þeim öll­um. „Það gerðist t.d. fjór­um sinn­um að hún sló sama metið tvisvar,“ út­skýr­ir Sig­ríður. „Þá sló hún Evr­ópu­met fyr­ir há­degi í undanúr­slit­um og betr­um­bætti sig eft­ir há­degi í úr­slit­um.“

Sig­ríður seg­ir það hafa verið mjög lær­dóms­ríkt en á sama tíma skemmti­legt að taka þátt í þessu ákveðna móti. „Þetta er al­veg nýr heim­ur fyr­ir okk­ur, að fara er­lend­is og hitta svona marga krakka með Downs,“ seg­ir hún en bæt­ir við að þetta hafi þó ekki verið í fyrsta skipti sem Krist­ín keppti er­lend­is í sundi. „Hún hef­ur farið bæði til Mal­mö og Berlín­ar en þá var hún að keppa upp fyr­ir sig, þetta var í fyrsta skipti sem hún keppti á jafn­inga­grund­velli.“

Keppt fyr­ir og eft­ir há­degi

Hún seg­ir Krist­ínu mjög ánægða eft­ir mótið en þreytta. „Þetta var mjög strembið, hún keppti í átta grein­um sem er rosa­legt á svona móti, og fór í úr­slit á þeim öll­um. Hún var að keppa fyr­ir há­degi og eft­ir há­degi alla dag­ana. Það var ekki smuga að labba niður í bæ og kíkja í kring­um okk­ur, það var bara keppt, hvíld og nær­ing í heila viku.“

Nú stefn­ir Krist­ín að því að keppa á Mal­mö Open sund­mót­inu í Svíþjóð í fe­brú­ar og svo á heims­meist­ara­móti DSISO eft­ir ár sem haldið verður í Flórens.

Frá­bær ár­ang­ur miðað við aðstöðuna

Það er aug­ljós­lega mik­ill kraft­ur í þess­ari 23 ára gömlu sund­konu. Að sögn Sig­ríðar byrjaði hún að synda átta ára göm­ul, þá aðeins til heilsu­bót­ar. „Þetta er al­veg frá­bær íþrótt fyr­ir fólk með Downs. Þau eru oft með með lé­lega vöðvatón­un og lé­legt jafn­vægi. Sundið er ofboðslega góð íþrótt fyr­ir svo­leiðis og þess vegna fór hún í sundið.“

Krist­ín vinn­ur fjóra morgna í viku á Heil­brigðis­stofn­un Vest­fjarða á end­ur­hæf­ing­ar­deild. Sig­ríður seg­ir það æðis­legt tæki­færi fyr­ir Krist­ínu þar sem hún starfar með ynd­is­legu fólki. Hún seg­ir sundið ekki taka mik­inn tíma af Krist­ínu. „Þetta er al­veg frá­bær ár­ang­ur miðað við það sem við get­um boðið henni á Ísaf­irði. Laug­in þar er aðeins 16 metr­ar að lengd,“ út­skýr­ir Sig­ríður en Krist­ín æfir þris­var í viku í tæp­an klukku­tíma í senn. „Þetta er al­veg ótrú­leg­ur ár­ang­ur miðað við það,“ seg­ir Sig­ríður.

Verðlaunuð af öðrum þjálf­ur­um og liðum

„Við fór­um út á þetta mót með vænt­ing­ar um að fella ein­hver Evr­ópu­met miðað við hvað hún átti tíma í en þessi ár­ang­ur var fram­ar öll­um von­um,“ bæt­ir hún við en þær verða í Reykja­vík fram yfir helg­ina. „Krist­ín á syst­ur hérna í Reykja­vík og henni finnst gam­an að sjá hana. Hún er líka mjög hrif­in af því að ferðast og hef­ur gam­an að til­breyt­ing­unni, það er nú ekki mik­il til­breyt­ing fyr­ir vest­an.“

Að sögn Sig­ríðar er Krist­ín þar að auki mik­il hannyrðakona, prjón­ar, saum­ar og not­ar sauma­vél. Hún seg­ir fjöl­miðla og aðra hafa sýnt Krist­ínu mjög mik­inn áhuga vegna þessa mikla ár­ang­urs. „Það er búið að vera mikið stuð, sem við kunn­um varla á,“ seg­ir Sig­ríður og hlær.

Árang­ur Krist­ín­ar vakti líka at­hygli á mót­inu sjálfu. Hún var verðlaunuð sér­stak­lega í lok móts fyr­ir besta frammistöðu á mót­inu, í kjöri þjálf­ara, far­ar­stjóra og annarra liða. „Það kom skemmti­lega á óvart,“ seg­ir Sig­ríður.

Hægt er að fylgj­ast með Krist­ínu á Face­book síðu henn­ar.

Fyrri frétt­ir mbl.is:

Krist­ín var best allra á EM

Setti tvö heims­met og tíu Evr­ópu­met

Kristín Þorsteinsdóttir.
Krist­ín Þor­steins­dótt­ir. Ljós­mynd/​Face­book
Kristín með einn af tveimur heimsmeistarapeningum.
Krist­ín með einn af tveim­ur heims­meist­ara­pen­ing­um. Af Face­book
Af Face­book
Kristín Þorsteinsdóttir með viðurkenningu sína fyrir besta frammistöðu á EM.
Krist­ín Þor­steins­dótt­ir með viður­kenn­ingu sína fyr­ir besta frammistöðu á EM. Ljós­mynd/​Face­book
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert