Tala þarf Samfylkinguna upp

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

„Ég er ekk­ert undr­andi á því,“ sagði Árni Páll Árna­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í þætt­in­um Eyj­an á Stöð 2 í kvöld þegar stjórn­andi þátt­ar­ins, Björn Ingi Hrafns­son, spurði hann hvort hann væri hissa á því að vera spurður að því hvers vegna hann hætti ekki sem formaður flokks­ins vegna slaks geng­is hans í skoðana­könn­un­um. Slíkt sagði Árni ekki á dag­skrá.

Árni Páll spurði Björn Inga á móti hvort hann héldi að hon­um þætti gam­an að mæta til að mynda í sjón­varpsþætti og svara spurn­ing­um um fylgi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í stað þess að ræða um stjórn­mál. Sagði hann vini sína spyrja hann að því hvernig hann nennti þessu. „Ég er ekki sér­fræðing­ur í skoðana­könn­un­um.“

Málið sagði Árni Páll snú­ast um það að Sam­fylk­ing­in næði vopn­um sín­um og sýndi að gólk gæti snúið bök­um sam­an þegar á reyndi. Flokks­menn þyrftu að tala flokk­inn upp en ekki niður. Ef það tæk­ist ekki væri Sam­fylk­ing­in ekki stjórn­tæk­ur stjórn­mála­flokk­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert