Hendir hver íbúi 180 kg af mat árlega?

mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Um fjórðungur Íslendinga segist ekki leggja sig sérstaklega fram um að lágmarka magn matar og drykkjar sem hent er á heimilinu skv. könnun Umhverfisstofnunar á matarsóun.

Í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að 75% segjast leggja mikla áherslu á að lágmarka matarsóunina.

Ekki liggja fyrir tölur um matarsóun hér á landi en talið er að hún geti verið svipuð og í löndum ESB þar sem árlega er hent mat sem samsvarar 180 kg á íbúa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert